Segir samráð við Rússa ekki glæp og að Trump sé alsaklaus Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 17:44 Rudy Giuliani vill meina að Trump forseti sé blásaklaus en samráð við erlent ríki sé hvort eð er ekki glæpur. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00