Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 16:00 Trump segist ekki hafa haft hugmynd um fundinn með Rússunum. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26