Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 16:53 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28