Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“ Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“
Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45