Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“ Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“
Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45