Freyr: Erfiður leikur að spila en hugarfarið var frábært Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:36 Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar. Vísir/Getty Ísland situr á toppi riðils 5 í undankeppni HM 2019 í fótbolta kvenna eftir 2-0 sigur á Slóveníu ytra í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður með frammistöðuna í dag þegar Vísir heyrði í honum eftir leikinn. „Fín frammistaða heilt yfir. Við komum hingað til þess að sækja þrjú stig og fara ákveðnar leiðir og það gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum með þær algjörlega varnarlega, settum pressu á þær fljótt og unnum boltann yfirleitt fljótt aftur eða náðum að hægja á þeim og þar af leiðandi koma í veg fyrir þeirra styrkleika í skyndisóknum.“ „Tvö góð mörk, mikil barátta í leiknum, fullt af höggum og annað sem við bara stóðum af okkur svo ég er ánægður með hugarfarið og að hafa farið til Slóveníu og klárað þessi þrjú stig.“ Ísland er mun hærra skrifað heldur en Slóvenía á heimslistanum og bjuggust margir við stærri sigri íslensku stelpnanna. „Það voru tækifæri til þess [að skora fleiri mörk] þar sem við stjórnuðum leiknum og vorum með góðar opnanir. Ef mér hefðu verið boðin fleiri mörk þá hefði ég tekið þau.“ „Að ná í þessi þrjú stig og vera á toppnum þegar öll lið eru búin að spila jafn marga leiki, nú erum við á þeim stað sem við vildum vera á.“ „Það er alltaf hellingur,“ sagði Freyr aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur í leiknum. „20. mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks sem að hefði getað verið betri. Við fórum að spila of hægt og velja erfiða möguleika, en fyrir utan það var þetta bara nokkuð gott.“ En hvað stóð upp úr í leik stelpnanna? „Frábær fyrri hálfleikur þar sem við náðum að halda góðu tempói og búa til yfirtölu á vængjunum og finna millisvæðið, milli varnar og miðju, og ráðast á andstæðinginn þar.“ „Svo vorum við ákveðin í því að nýta föstu leikatriðin og við nýttum allavega löngu innköstin vel, þar var stöðuógnun og tvö góð mörk.“ „Hugarfarið var frábært, þetta var erfiður leikur að spila fyrir hugarfarið og leikmenn mættu einbeittir til leiks.“ Næsti leikur Íslands í keppninni er annar útileikur, gegn Færeyjum á þriðjudaginn. Liðin mættust á Laugardalsvelli í september og þá fór Ísland með 8-0 sigur. „Við förum þangað til þess að sækja sigur og klára þessa útileikjahrinu. Þá eru þrír heimaleikir eftir. Nú er næsta skref að koma okkur til Færeyja, sækja stigin þrjú og halda áfram.“ „Við spilum okkar leik áfram og reynum að skora eins mörg mörk og við getum, fyrst og fremst bara að spila okkar leik,“ sagði Freyr Alexandersson. Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Ísland situr á toppi riðils 5 í undankeppni HM 2019 í fótbolta kvenna eftir 2-0 sigur á Slóveníu ytra í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður með frammistöðuna í dag þegar Vísir heyrði í honum eftir leikinn. „Fín frammistaða heilt yfir. Við komum hingað til þess að sækja þrjú stig og fara ákveðnar leiðir og það gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum með þær algjörlega varnarlega, settum pressu á þær fljótt og unnum boltann yfirleitt fljótt aftur eða náðum að hægja á þeim og þar af leiðandi koma í veg fyrir þeirra styrkleika í skyndisóknum.“ „Tvö góð mörk, mikil barátta í leiknum, fullt af höggum og annað sem við bara stóðum af okkur svo ég er ánægður með hugarfarið og að hafa farið til Slóveníu og klárað þessi þrjú stig.“ Ísland er mun hærra skrifað heldur en Slóvenía á heimslistanum og bjuggust margir við stærri sigri íslensku stelpnanna. „Það voru tækifæri til þess [að skora fleiri mörk] þar sem við stjórnuðum leiknum og vorum með góðar opnanir. Ef mér hefðu verið boðin fleiri mörk þá hefði ég tekið þau.“ „Að ná í þessi þrjú stig og vera á toppnum þegar öll lið eru búin að spila jafn marga leiki, nú erum við á þeim stað sem við vildum vera á.“ „Það er alltaf hellingur,“ sagði Freyr aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur í leiknum. „20. mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks sem að hefði getað verið betri. Við fórum að spila of hægt og velja erfiða möguleika, en fyrir utan það var þetta bara nokkuð gott.“ En hvað stóð upp úr í leik stelpnanna? „Frábær fyrri hálfleikur þar sem við náðum að halda góðu tempói og búa til yfirtölu á vængjunum og finna millisvæðið, milli varnar og miðju, og ráðast á andstæðinginn þar.“ „Svo vorum við ákveðin í því að nýta föstu leikatriðin og við nýttum allavega löngu innköstin vel, þar var stöðuógnun og tvö góð mörk.“ „Hugarfarið var frábært, þetta var erfiður leikur að spila fyrir hugarfarið og leikmenn mættu einbeittir til leiks.“ Næsti leikur Íslands í keppninni er annar útileikur, gegn Færeyjum á þriðjudaginn. Liðin mættust á Laugardalsvelli í september og þá fór Ísland með 8-0 sigur. „Við förum þangað til þess að sækja sigur og klára þessa útileikjahrinu. Þá eru þrír heimaleikir eftir. Nú er næsta skref að koma okkur til Færeyja, sækja stigin þrjú og halda áfram.“ „Við spilum okkar leik áfram og reynum að skora eins mörg mörk og við getum, fyrst og fremst bara að spila okkar leik,“ sagði Freyr Alexandersson.
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira