Tugir látnir eftir sprengjuárásir í Afganistan Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 13:01 Öryggissveitir flýja eftir aðra sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í morgun. AP Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira