Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:45 Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér. MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér.
MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira