Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 17:12 Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08