Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 19:45 Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20
Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42