Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 19:45 Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20
Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42