Sex and the City-leikkona fer í framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 20:00 Cynthia Nixon býður sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningarnar fara fram í byrjun nóvember. vísir/getty Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni. Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni.
Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30