Sex and the City-leikkona fer í framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 20:00 Cynthia Nixon býður sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningarnar fara fram í byrjun nóvember. vísir/getty Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni. Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni.
Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30