Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 23:06 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni eftir að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði Braga Pál og Stundina "endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Með henni á myndinni er Jón Trausti Reynisson sem einnig er ritstjóri Stundarinnar. Vísir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ristjóri Stundarinnar, furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Braga Pál Sigurðsson og Stundina en færsla Páls, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag, þar sem hann lýsir furðu sinni yfir pistlaskrifum Braga Páls hefur vakið töluverða athygli. Sagði Páll Braga og Stundina saman vera endaþarm íslensrar blaðamennsku og að pistill Braga Páls sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og rætni.Pistillinn birtist á vef Stundarinnar á föstudag en Bragi Páll fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og lýsir í pistlinum upplifun sinni af fundinum sem var heldur nöturleg. Í færslu á Facebook-síðu sinni kemur Ingibjörg Dögg Braga Páli til varnar og bendir á að þingmaður í valdastöðu hafi ráðist að pistlahöfundinum Braga Páli og afskrifað fjölmiðil vegna þess að honum líkaði ekki skoðanapistill umrædds pistlahöfunds.Kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning „Merkilegt að sjá þingmann, í valdastöðu, virðulegan kjörinn fulltrúi á Alþingi, formann allsherjar- og menntamálanefndar, leyfa sér að stimpla nafngreindan mann, sem þingmaðurinn hélt að væri blaðamaður, sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna þess að honum mislíkaði skoðanagrein // ádeila // pólitísk satíra hans. Þingmaðurinn lætur sér ekki nægja að uppnefna höfundinn svo rækilega heldur tekur hann alla sem á miðlinum starfa fyrir og afgreiðir fjölmiðilinn sem fékk nýlega verðlaun sem blaðamenn ársins líka sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“. Ég get rétt ímyndað mér viðbrögðin við því ef ritstjóri fjölmiðils leyfði sér að útnefna og uppnefna nafngreindan þingmann og alla hans samflokksmenn endaþarm íslenskra stjórnmála vegna starfa sinna,“ segir Ingibjörg Dögg. Hún segir að svo virðist sem ansi margt leyfist þegar kemur að umræðu um fjölmiðla og fólkið sem starfar á fjölmiðlum. Þá bendir ritstjórinn á að til dæmis núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafi „lækað“ við færslu Páls Magnússonar og þannig samþykkt málflutning hans. „Verð samt að viðurkenna að það kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning og geri engar athugasemdir við að á þræði hans sé nafngreindur maður, valdalaus einyrki og skáld, þekktur fyrir gjörninga og satíru, sagður: „fársjúkur reiður og hatursfullur maður,“ „mjög alvarlega sjúkur,“ „helsjúkur maður“. „Illa upplýstur og illa meinandi,“ „mannaumingi“. „Einstakur drullusokkur,“ „aumur,“ „vesalingur“ og „viðbjóður þessi „blaðamaður““ - „ef blaðamann skildi kalla“. Þá er hugarheimur hans sögð „klár illska,“ „hugarástandið sorglegt,“ „ekkert nema hatur, „mannfyrirlitning og heimska“. Þetta skrifar fólk um nafngreindan mann vegna þess að því mislíkaði skrif hans. Eins og ekkert sé eðlilegra,“ segir Ingibjörg Dögg.Eitt að gagnrýna skrif einhvers, annað að ráðast á persónu viðkomandi Í lok færslu sinnar segir hún að vissulega hafi mátt búast við harkalegum viðbrögðum við jafn afgerandi skrifum og pistli Braga Páls. Eitt sé hins vegar að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu viðkomandi. „Það er heilbrigt og eðlilegt að gagnrýna, ræða mörkin, hvenær gengið er of langt. En eitt er að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu hans með órökstuddum fullyrðingum um að hann sé fársjúkur, kalla hann drullusokk og saka um illsku. Þó að það sé kannski einfaldara að bregðast við ádeilu með því að afgreiða hana sem „viðbjóðslega og rætna,“ „sóðaskap,“ „skít,“ „ógeð,“ „soraskrif“ og „ruddaskrif,“ „blindandi heift“ og „hatursfullt efni,“ eins og gert hefur verið, er líka hægt að velja aðrar leiðir og horfast í augu við að sumum hefur sviðið framganga valdhafa. Eins og honum, eins og stúlkunum sem urðu fyrir barðinu á barnaníðingum sem fengu síðan uppreist æru. Orð stjórnmálamanna og athafnir hafa áhrif á viðhorf til flokksins sem þeir starfa fyrir. Og það er ekki sambærilegt að gagnrýna þá sem hafa völdin og að jaðarsetja þá sem engin völd hafa.“ Tengdar fréttir „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ristjóri Stundarinnar, furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Braga Pál Sigurðsson og Stundina en færsla Páls, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag, þar sem hann lýsir furðu sinni yfir pistlaskrifum Braga Páls hefur vakið töluverða athygli. Sagði Páll Braga og Stundina saman vera endaþarm íslensrar blaðamennsku og að pistill Braga Páls sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og rætni.Pistillinn birtist á vef Stundarinnar á föstudag en Bragi Páll fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og lýsir í pistlinum upplifun sinni af fundinum sem var heldur nöturleg. Í færslu á Facebook-síðu sinni kemur Ingibjörg Dögg Braga Páli til varnar og bendir á að þingmaður í valdastöðu hafi ráðist að pistlahöfundinum Braga Páli og afskrifað fjölmiðil vegna þess að honum líkaði ekki skoðanapistill umrædds pistlahöfunds.Kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning „Merkilegt að sjá þingmann, í valdastöðu, virðulegan kjörinn fulltrúi á Alþingi, formann allsherjar- og menntamálanefndar, leyfa sér að stimpla nafngreindan mann, sem þingmaðurinn hélt að væri blaðamaður, sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna þess að honum mislíkaði skoðanagrein // ádeila // pólitísk satíra hans. Þingmaðurinn lætur sér ekki nægja að uppnefna höfundinn svo rækilega heldur tekur hann alla sem á miðlinum starfa fyrir og afgreiðir fjölmiðilinn sem fékk nýlega verðlaun sem blaðamenn ársins líka sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“. Ég get rétt ímyndað mér viðbrögðin við því ef ritstjóri fjölmiðils leyfði sér að útnefna og uppnefna nafngreindan þingmann og alla hans samflokksmenn endaþarm íslenskra stjórnmála vegna starfa sinna,“ segir Ingibjörg Dögg. Hún segir að svo virðist sem ansi margt leyfist þegar kemur að umræðu um fjölmiðla og fólkið sem starfar á fjölmiðlum. Þá bendir ritstjórinn á að til dæmis núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafi „lækað“ við færslu Páls Magnússonar og þannig samþykkt málflutning hans. „Verð samt að viðurkenna að það kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning og geri engar athugasemdir við að á þræði hans sé nafngreindur maður, valdalaus einyrki og skáld, þekktur fyrir gjörninga og satíru, sagður: „fársjúkur reiður og hatursfullur maður,“ „mjög alvarlega sjúkur,“ „helsjúkur maður“. „Illa upplýstur og illa meinandi,“ „mannaumingi“. „Einstakur drullusokkur,“ „aumur,“ „vesalingur“ og „viðbjóður þessi „blaðamaður““ - „ef blaðamann skildi kalla“. Þá er hugarheimur hans sögð „klár illska,“ „hugarástandið sorglegt,“ „ekkert nema hatur, „mannfyrirlitning og heimska“. Þetta skrifar fólk um nafngreindan mann vegna þess að því mislíkaði skrif hans. Eins og ekkert sé eðlilegra,“ segir Ingibjörg Dögg.Eitt að gagnrýna skrif einhvers, annað að ráðast á persónu viðkomandi Í lok færslu sinnar segir hún að vissulega hafi mátt búast við harkalegum viðbrögðum við jafn afgerandi skrifum og pistli Braga Páls. Eitt sé hins vegar að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu viðkomandi. „Það er heilbrigt og eðlilegt að gagnrýna, ræða mörkin, hvenær gengið er of langt. En eitt er að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu hans með órökstuddum fullyrðingum um að hann sé fársjúkur, kalla hann drullusokk og saka um illsku. Þó að það sé kannski einfaldara að bregðast við ádeilu með því að afgreiða hana sem „viðbjóðslega og rætna,“ „sóðaskap,“ „skít,“ „ógeð,“ „soraskrif“ og „ruddaskrif,“ „blindandi heift“ og „hatursfullt efni,“ eins og gert hefur verið, er líka hægt að velja aðrar leiðir og horfast í augu við að sumum hefur sviðið framganga valdhafa. Eins og honum, eins og stúlkunum sem urðu fyrir barðinu á barnaníðingum sem fengu síðan uppreist æru. Orð stjórnmálamanna og athafnir hafa áhrif á viðhorf til flokksins sem þeir starfa fyrir. Og það er ekki sambærilegt að gagnrýna þá sem hafa völdin og að jaðarsetja þá sem engin völd hafa.“
Tengdar fréttir „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21