Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja aðstoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. vísir/auðunn „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44