Aðsókn í Sundhöllina fjórfaldaðist eftir endurbætur Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 12:45 Rúmlega 1.400 manns heimsóttu Sundhöllina á dag í desember eftir að hún var opnuð á ný. Vísir/Kolbeinn Tumi Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn. Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn.
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00
Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00