„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:00 Það var nóg skotið upp við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. vísir/egill Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00