Ferðamannalón í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2018 19:30 Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira