Ferðamannalón í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2018 19:30 Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira