Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 13:04 Berglind ítrekar að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. Vísir/Auðunn Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga sem sprauta sig í æð með efnunum. Sérstöku verkefni hefur nú verið hrint í framkvæmd til að takast á við fíkniefnavandann í bænum. RÚV greindi fyrst frá. Tveir hjúkrunarfræðinemar, Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, komu verkefninu, Ungfrú Ragnheiði, á fót eftir að niðurstöður lokaverkefnis þeirra í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri leiddu í ljós að brýn þörf væri á aðgerðum. „Við komumst að því að það væru um 20 til 30 einstaklingar í neyslu. Eftir að umræðan varð meiri um þetta á Akureyri þá var okkar upplifun sú að þetta væri að aukast, og að yngra fólk væri að byrja að sprauta sig,“ segir Berlind í samtali við Vísi.Harða neyslan byrjar fyrrBerglind ítrekar þó að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. „Við höfum mikið tekið eftir því að yngra fólk er að byrja fyrr að sprauta sig. Harða neyslan er að byrja fyrr.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða krossinn og er sett upp að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar í Reykjavík. Berglind segir starfið hafa gengið vonum framar en vaktir sjálfboðaliða Ungfrú Ragnheiðar, sem eru iðulega á ferðinni á sérútbúnum bíl, eru milli klukkan átta og tíu á mánudags- og fimmtudagskvöldum. „Við bjuggumst við því að það yrði lítið að gera á meðan verkefnið væri svona að byrja. En fólk er strax byrjað að nýta sér þetta,“ segir Berglind sem bindur vonir við að stækka verkefnið þegar fram líða stundir. „Við erum að láta fólk fá nálabox, nálar og sprautur, það sem þarf til að geta sprautað sig. Svo vonumst við til þess, þegar skjólstæðingar okkar eru farnir að treysta okkur, að þá verði hægt að stækka verkefnið og útdeila sáraútbúnaði. Svo stefnum við að því að bjóða upp á næringu, Hleðslu-drykki og orkustykki.“Sjá einnig: Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þá segir Berglind erfitt að áætla hversu margir hafa nýtt sér þjónustuna á Akureyri því margir skjólstæðingar sæki útbúnað fyrir aðra neytendur. Málefni einstaklinga sem sprauta sig í æð með fíkniefnum hafa farið hátt undanfarna daga. Í vikunni var tilkynnt um fyrirhugaða opnun svokallaðra neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur en vinna við opnun rýmanna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu. Markmið neyslurýmanna er að notendur fíkniefna geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er. Hægt er að hafa samband við Ungfrú Ragnheiði í gegnum Facebook-síðu verkefnisins eða með því að hringja í síma 800-1150. Sjálfboðaliðar heita jafnframt fullum trúnaði og nafnleynd. Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga sem sprauta sig í æð með efnunum. Sérstöku verkefni hefur nú verið hrint í framkvæmd til að takast á við fíkniefnavandann í bænum. RÚV greindi fyrst frá. Tveir hjúkrunarfræðinemar, Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, komu verkefninu, Ungfrú Ragnheiði, á fót eftir að niðurstöður lokaverkefnis þeirra í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri leiddu í ljós að brýn þörf væri á aðgerðum. „Við komumst að því að það væru um 20 til 30 einstaklingar í neyslu. Eftir að umræðan varð meiri um þetta á Akureyri þá var okkar upplifun sú að þetta væri að aukast, og að yngra fólk væri að byrja að sprauta sig,“ segir Berlind í samtali við Vísi.Harða neyslan byrjar fyrrBerglind ítrekar þó að einstaklingar af öllum aldri sprauti sig á Akureyri en að fólk sé yngra þegar það hefji neyslu en áður. „Við höfum mikið tekið eftir því að yngra fólk er að byrja fyrr að sprauta sig. Harða neyslan er að byrja fyrr.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða krossinn og er sett upp að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar í Reykjavík. Berglind segir starfið hafa gengið vonum framar en vaktir sjálfboðaliða Ungfrú Ragnheiðar, sem eru iðulega á ferðinni á sérútbúnum bíl, eru milli klukkan átta og tíu á mánudags- og fimmtudagskvöldum. „Við bjuggumst við því að það yrði lítið að gera á meðan verkefnið væri svona að byrja. En fólk er strax byrjað að nýta sér þetta,“ segir Berglind sem bindur vonir við að stækka verkefnið þegar fram líða stundir. „Við erum að láta fólk fá nálabox, nálar og sprautur, það sem þarf til að geta sprautað sig. Svo vonumst við til þess, þegar skjólstæðingar okkar eru farnir að treysta okkur, að þá verði hægt að stækka verkefnið og útdeila sáraútbúnaði. Svo stefnum við að því að bjóða upp á næringu, Hleðslu-drykki og orkustykki.“Sjá einnig: Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þá segir Berglind erfitt að áætla hversu margir hafa nýtt sér þjónustuna á Akureyri því margir skjólstæðingar sæki útbúnað fyrir aðra neytendur. Málefni einstaklinga sem sprauta sig í æð með fíkniefnum hafa farið hátt undanfarna daga. Í vikunni var tilkynnt um fyrirhugaða opnun svokallaðra neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur en vinna við opnun rýmanna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu. Markmið neyslurýmanna er að notendur fíkniefna geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er. Hægt er að hafa samband við Ungfrú Ragnheiði í gegnum Facebook-síðu verkefnisins eða með því að hringja í síma 800-1150. Sjálfboðaliðar heita jafnframt fullum trúnaði og nafnleynd.
Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15