Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2018 19:15 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/ÞÞ Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína. Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína.
Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent