Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2018 19:15 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/ÞÞ Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína. Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Í skýrslu starfshóps þáverandi heilbrigðisráðherra um stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu frá árinu 2016 var neyslurými nefnt sem ein af tillögum starfshópsins sem stóð að baki skýrslunni. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu um 500-700 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Að mati tveggja hjúkrunarfræðinga sem skrifuðu lokaritgerðina sína um neyslurými er brýn þörf fyrir slík rými í borginni. Þær sögðu í samtali við Stöð 2 að eðlilegast væri að staðsetja það miðsvæðis í í Reykjavík en þær hafa báðar unnið með vímuefnaneytendum sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarssviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin styðji öll úrræði sem miði að því að þjónusta þennan jaðarsetta hóp betur. „Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta en ég held að við munum fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Osló er með eitt neyslurými, Bergen er að opna neyslurými, Kaupmannahöfn er með tvö. Þannig að það er alveg greinilegt að þetta er úrræði sem sveitarfélög á Norðurlöndunum eru að horfa á í auknum mæli og við viljum fara þá leið líka. Við höfum óskað eftir því að heilbrigðisyfirvöld komi með okkur í þennan leiðangur,“ segir Regína.
Tengdar fréttir Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fíklar í skjól Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði. 16. janúar 2018 07:00
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15