Fyrstur til að fá sekt fyrir dónatal og flengingu í París Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 23:03 Maðurinn sló unga konu í rassinn og hrópaði á eftir henni að hún væri hóra. Vísir/getty Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun. MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun.
MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53