Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 20:33 Yulia Skripal. Vísir/AFP Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“ Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira