Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Bifhjólaklúbburinn Ernir býr sig undir hópakstur á Ljósanótt í fyrra. Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira