Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Bifhjólaklúbburinn Ernir býr sig undir hópakstur á Ljósanótt í fyrra. Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira