Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2018 13:09 Lögregla hefur haft nóg að gera vegna innbrota í nóvember og virðist ekkert lát á í jólamánuðinum, desember. Vísir/Vilhelm Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið. Lögreglumál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið.
Lögreglumál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira