Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Wa Lone, einn blaðamanna Reuters, þegar hann var dreginn fyrir dóm. Hann situr enn í fangelsi. Fréttablaðið/EPA Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira