Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 10:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira