Víkingar segja vonbrigði að Ólafur sjái ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 10:53 Ólafur Jóhannesson slapp við allt. vísir/eyþór Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Sjá meira
Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Sjá meira
Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51