Sigmundur Davíð segir Ævar Örn Jósepsson misnota aðstöðu sína Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:56 Sigmundur Davíð telur einsýnt að Ævar Örn sé að draga taum dóttur sinnar, Þórhildar Sunnu, í fréttaflutningi sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira