Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 17:29 NRA eru stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. Tveir talsmenn þeirra fluttu eldræður á CPAC-ráðstefnunni á fimmtudag. Vísir/AFP Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36