Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2018 10:00 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity. Skjáskot Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira