Fyrrum samherjar Arons Pálmarssonar lækkaðir í launum eftir slæmt tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 14:30 Aron Pálmarsso kom sér frá Veszprém í vetur. vísir/getty Leikmenn og þjálfarar ungverska stórveldsins Veszprém hafa verið lækkaðir niður í lágmarkslaun vegna frammistöðu sinnar á tímabilinu. Félagið gaf út tilkynningu þess efnis í dag. Veszprém tapaði með sjö marka mun, 32-25, á móti danska liðinu Skjern í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta um helgina. Tandri Már Konráðsson leikur með Skjern. Þetta tap fyllti mælinn hjá stjórn félagsins og þeim sem borga brúsann. Þeir eru ekki hrifnir af frammistöðu liðsins og hafa lækkað laun allra niður að lágmarkslaunum og skammast sín ekkert fyrir það. „Stjórn félagsins telur að sum úrslit Veszprém á þessari leiktíð séu óásættanleg. Frammistaðan hefur stundum verið sérstaklega slæm og hugarfarið sömuleiðis. Þetta er eitthvað sem sæmir ekki 40 ára sögu félagsins og er móðgun við alla sem hafa lagt sitt af mörkum til þess í gegnum tíðina,“ segir í yfirlýsingu Veszprém. „Í ljósi atburðanna hefur félagið og fyrirtækið á bak við liðið ákveðið að stöðva allar launagreiðslur yfir lágmarkslaunum til leikmanna og þjálfara til loka leiktíðar. Lokaákvörðun um þetta mál verður tekin miðað við gengi liðsins í næstu leikjum.“ Veszprém hefur 25 sinnum orðið meistari í Ungverjalandi og unnið deildina þar tíu ár í röð. Það komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og var nálægt því að vinna hana í fyrsta sinn en glutraði niður níu marka forskoti í seinni hálfleik. Aron Pálmarsson yfirgaf Veszprém eftir miklar deilur í vetur en þetta gríðarlega metnaðarfulla handboltafélag hefur sankað að sér stórstjörnum sem fá mikið greitt fyrir sín störf. Þangað til núna. Handbolti Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Leikmenn og þjálfarar ungverska stórveldsins Veszprém hafa verið lækkaðir niður í lágmarkslaun vegna frammistöðu sinnar á tímabilinu. Félagið gaf út tilkynningu þess efnis í dag. Veszprém tapaði með sjö marka mun, 32-25, á móti danska liðinu Skjern í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta um helgina. Tandri Már Konráðsson leikur með Skjern. Þetta tap fyllti mælinn hjá stjórn félagsins og þeim sem borga brúsann. Þeir eru ekki hrifnir af frammistöðu liðsins og hafa lækkað laun allra niður að lágmarkslaunum og skammast sín ekkert fyrir það. „Stjórn félagsins telur að sum úrslit Veszprém á þessari leiktíð séu óásættanleg. Frammistaðan hefur stundum verið sérstaklega slæm og hugarfarið sömuleiðis. Þetta er eitthvað sem sæmir ekki 40 ára sögu félagsins og er móðgun við alla sem hafa lagt sitt af mörkum til þess í gegnum tíðina,“ segir í yfirlýsingu Veszprém. „Í ljósi atburðanna hefur félagið og fyrirtækið á bak við liðið ákveðið að stöðva allar launagreiðslur yfir lágmarkslaunum til leikmanna og þjálfara til loka leiktíðar. Lokaákvörðun um þetta mál verður tekin miðað við gengi liðsins í næstu leikjum.“ Veszprém hefur 25 sinnum orðið meistari í Ungverjalandi og unnið deildina þar tíu ár í röð. Það komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og var nálægt því að vinna hana í fyrsta sinn en glutraði niður níu marka forskoti í seinni hálfleik. Aron Pálmarsson yfirgaf Veszprém eftir miklar deilur í vetur en þetta gríðarlega metnaðarfulla handboltafélag hefur sankað að sér stórstjörnum sem fá mikið greitt fyrir sín störf. Þangað til núna.
Handbolti Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn