Freyr: Vorum ekki með nógu margar réttar ákvarðanir á boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2018 19:12 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betra liði er liðið tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum á heimavelli. Ísland fékk á sig mark undir lok fyrri hálfleiks og Freyr tók undir með Tómasi Þór að tímapunkturinn hafi verið slæmur. „Það var mjög vont. Það var aðeins farið að draga af okkur undir lok hálfleiksins. Við gerum bara mistök sem við vorum búin að tala um að gera ekki en svona er þetta bara,” sagði Freyr í settinu eftir leik. „Það gekk mjög vel fyrstu 20-30 mínúturnar. Ég vissi að mestan hluta að leiknu yrðu þær með boltann og myndu ýta okkur niður. Ég er meira svekktur með síðara markið vegna þess að í 1-0 erum við enn með örlögin í okkar höndum.” Með jafntefli hefði Ísland verið enn með örlögin í sínum höndum og var Freyr ekki sáttur með annað markið. „Við þurfum bara að sækja eitt mark og þá erum við í góðum málum. Þegar 2-0 markið kemur þá er það vont. Við vissum þetta, við vorum búin að fara yfir þetta og erum með góða varnarmenn en samt ná þær þessu aftur, aftur og aftur.” „Ef við ætlum að vera þarna uppi, sjáiði hvað þær eru að gera. Þetta er engin smá gæði. „Það voru tækifæri og við vissum að tækifærin myndu koma. Þetta snérist um að hitta á daginn sinn og velja réttar ákvarðanir á boltanum. Við vorum ekki með nógu margar réttar ákvarðanir á boltanum,” sem segist vera stoltur. „Við getum verið stolt af frammistöðunni, geggjuð stemning og þetta var flottur dagur. Við töpuðum fyrir betra liði og það er bara þannig." Allt innslagið má sjá hér að ofan. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sif: Þetta er þessi mikilvæga markamínúta Sif Atladóttir miðvörður Íslenska landsliðsins í fótbolta var einbeitt á næsta leik liðsins þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir leik. Sif barðist vel í vörninni í dag en gat þó ekki stoppað Svenju Huth sem skoraði í tvígang fyrir Þýskaland. 1. september 2018 18:01 Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. 1. september 2018 17:27 Sara Björk: Hugsuðum bara um að vinna Ísland þarf að öllum líkindum að fara í umspil til þess að komast á HM í Frakklandi eftir tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði liðið hafa legið of langt niðri og það vantaði upp á síðasta þriðjunginn. 1. september 2018 17:15 Fanndís: Þær voru bara betri en við Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Íslenska landsliðsins í fótbolta var svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í dag. Fanndís spilaði á vinstri kantinum í dag og átti nokkur skot í átt að marki Þjóðverja í dag en því miður ekkert sem rataði inn. 1. september 2018 17:47 Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Ísland beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum á Laugardalsvelli í leik í undankeppni fyrir HM kvenna næsta sumar. Þjóðverjar hirða þar með efsta sætið í riðlinum af stelpunum okkar sem þurfa sigur á þriðjudag gegn Tékkum til að komast í umspil um laust sæti í Frakklandi. 1. september 2018 17:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betra liði er liðið tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum á heimavelli. Ísland fékk á sig mark undir lok fyrri hálfleiks og Freyr tók undir með Tómasi Þór að tímapunkturinn hafi verið slæmur. „Það var mjög vont. Það var aðeins farið að draga af okkur undir lok hálfleiksins. Við gerum bara mistök sem við vorum búin að tala um að gera ekki en svona er þetta bara,” sagði Freyr í settinu eftir leik. „Það gekk mjög vel fyrstu 20-30 mínúturnar. Ég vissi að mestan hluta að leiknu yrðu þær með boltann og myndu ýta okkur niður. Ég er meira svekktur með síðara markið vegna þess að í 1-0 erum við enn með örlögin í okkar höndum.” Með jafntefli hefði Ísland verið enn með örlögin í sínum höndum og var Freyr ekki sáttur með annað markið. „Við þurfum bara að sækja eitt mark og þá erum við í góðum málum. Þegar 2-0 markið kemur þá er það vont. Við vissum þetta, við vorum búin að fara yfir þetta og erum með góða varnarmenn en samt ná þær þessu aftur, aftur og aftur.” „Ef við ætlum að vera þarna uppi, sjáiði hvað þær eru að gera. Þetta er engin smá gæði. „Það voru tækifæri og við vissum að tækifærin myndu koma. Þetta snérist um að hitta á daginn sinn og velja réttar ákvarðanir á boltanum. Við vorum ekki með nógu margar réttar ákvarðanir á boltanum,” sem segist vera stoltur. „Við getum verið stolt af frammistöðunni, geggjuð stemning og þetta var flottur dagur. Við töpuðum fyrir betra liði og það er bara þannig." Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sif: Þetta er þessi mikilvæga markamínúta Sif Atladóttir miðvörður Íslenska landsliðsins í fótbolta var einbeitt á næsta leik liðsins þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir leik. Sif barðist vel í vörninni í dag en gat þó ekki stoppað Svenju Huth sem skoraði í tvígang fyrir Þýskaland. 1. september 2018 18:01 Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. 1. september 2018 17:27 Sara Björk: Hugsuðum bara um að vinna Ísland þarf að öllum líkindum að fara í umspil til þess að komast á HM í Frakklandi eftir tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði liðið hafa legið of langt niðri og það vantaði upp á síðasta þriðjunginn. 1. september 2018 17:15 Fanndís: Þær voru bara betri en við Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Íslenska landsliðsins í fótbolta var svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í dag. Fanndís spilaði á vinstri kantinum í dag og átti nokkur skot í átt að marki Þjóðverja í dag en því miður ekkert sem rataði inn. 1. september 2018 17:47 Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Ísland beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum á Laugardalsvelli í leik í undankeppni fyrir HM kvenna næsta sumar. Þjóðverjar hirða þar með efsta sætið í riðlinum af stelpunum okkar sem þurfa sigur á þriðjudag gegn Tékkum til að komast í umspil um laust sæti í Frakklandi. 1. september 2018 17:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00
Sif: Þetta er þessi mikilvæga markamínúta Sif Atladóttir miðvörður Íslenska landsliðsins í fótbolta var einbeitt á næsta leik liðsins þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir leik. Sif barðist vel í vörninni í dag en gat þó ekki stoppað Svenju Huth sem skoraði í tvígang fyrir Þýskaland. 1. september 2018 18:01
Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. 1. september 2018 17:27
Sara Björk: Hugsuðum bara um að vinna Ísland þarf að öllum líkindum að fara í umspil til þess að komast á HM í Frakklandi eftir tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði liðið hafa legið of langt niðri og það vantaði upp á síðasta þriðjunginn. 1. september 2018 17:15
Fanndís: Þær voru bara betri en við Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Íslenska landsliðsins í fótbolta var svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í dag. Fanndís spilaði á vinstri kantinum í dag og átti nokkur skot í átt að marki Þjóðverja í dag en því miður ekkert sem rataði inn. 1. september 2018 17:47
Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Ísland beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum á Laugardalsvelli í leik í undankeppni fyrir HM kvenna næsta sumar. Þjóðverjar hirða þar með efsta sætið í riðlinum af stelpunum okkar sem þurfa sigur á þriðjudag gegn Tékkum til að komast í umspil um laust sæti í Frakklandi. 1. september 2018 17:15