Sögulegur fellibylur gekk á land í gær Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Mike Lindsey stendur í fyrrverandi dyragætt antíkbúðar sinnar í smáborginni Panama City. Nordicphotos/AFP Michael gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær sem fjórða stigs fellibylur. Einungis örfáum metrum á sekúndu munaði að vindhraðinn væri svo mikill að flokka mætti fellibylinn á fimmta stigi. Vindhraðinn mældist tæpir sjötíu metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land, skammt austan við bæinn Mexico Beach. Engar fregnir höfðu borist af manntjóni vegna stormsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Hins vegar hafði Rick Scott ríkisstjóri lýst yfir áhyggjum sínum af þeim sem ekki yfirgáfu svæðið og sagðist óttast um líf þeirra. Alls var á fjórða hundrað þúsunda gert að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna. Scott greindi jafnframt frá því að björgunarstarfsfólk hefði verið í viðbragðsstöðu. Myndir og myndbönd sem birtust frá svæðinu þar sem Michael reið yfir í gær sýndu mikla eyðileggingu. Greint var frá rafmagnsleysi víða og þykir víst að tjón á eignum og innviðum verði mikið. Þetta er öflugasti stormur, sé miðað við vindhraða, sem hefur gengið á land í Bandaríkjunum frá því að Andrew skók Flórída árið 1992. Sömuleiðis þykir sögulega merkilegt að þetta sé í fyrsta skipti í skráðri sögu sem fjórða stigs fellibylur gengur á land í hinu svokallaða pönnuskafti Flórída, ræmunni sem gengur vestur af Flórídaskaga sjálfum og að borginni Pensacola. Fjórða stigs fellibyljir eru ekki algengir í Bandaríkjunum. Samkvæmt umfjöllun The Weather Channel voru síðustu slíku fellibyljir Harvey og Irma á síðasta ári en síðan þarf að fara meira en áratug aftur í tímann til að finna dæmi um að svo öflugir stormar hafi gengið á land. Veðurfræðingur The Weather Channel sagði það afar merkilegt við Michael að stormurinn hafi í raun aldrei veikst frá því kerfið myndaðist. Hann hafi raunar náð hápunkti sínum einmitt þegar hann gekk á land. Flestir fellibyljir á Mexíkóflóa nái hápunkti sínum hins vegar yfir flóanum. Helsta hættan sem fylgdi fellibylnum Florence, sem gekk á land í Norður-Karólínu í september, stafaði af mikilli úrkomu. Hins vegar eru mestar áhyggjur af miklum vindhraða Michaels og sérstaklega þeim sjávarflóðum sem stormurinn veldur. Samkvæmt bandarískum spám stefndi í gær í að slík flóð gætu náð rúmlega fjögurra metra dýpi, til að mynda við bækistöðvar flughersins í Tyndall. Bandaríska fellibyljamiðstöðin (NHC) spáir því að næst muni Michael halda áfram í norðaustur yfir Georgíu og Karólínuríkin sem hitabeltisstormur. Þaðan mun stormurinn síðan sveigja út á Atlantshaf í átt að Bretlandseyjum. Bandaríkin Panama Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Michael gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær sem fjórða stigs fellibylur. Einungis örfáum metrum á sekúndu munaði að vindhraðinn væri svo mikill að flokka mætti fellibylinn á fimmta stigi. Vindhraðinn mældist tæpir sjötíu metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land, skammt austan við bæinn Mexico Beach. Engar fregnir höfðu borist af manntjóni vegna stormsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Hins vegar hafði Rick Scott ríkisstjóri lýst yfir áhyggjum sínum af þeim sem ekki yfirgáfu svæðið og sagðist óttast um líf þeirra. Alls var á fjórða hundrað þúsunda gert að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna. Scott greindi jafnframt frá því að björgunarstarfsfólk hefði verið í viðbragðsstöðu. Myndir og myndbönd sem birtust frá svæðinu þar sem Michael reið yfir í gær sýndu mikla eyðileggingu. Greint var frá rafmagnsleysi víða og þykir víst að tjón á eignum og innviðum verði mikið. Þetta er öflugasti stormur, sé miðað við vindhraða, sem hefur gengið á land í Bandaríkjunum frá því að Andrew skók Flórída árið 1992. Sömuleiðis þykir sögulega merkilegt að þetta sé í fyrsta skipti í skráðri sögu sem fjórða stigs fellibylur gengur á land í hinu svokallaða pönnuskafti Flórída, ræmunni sem gengur vestur af Flórídaskaga sjálfum og að borginni Pensacola. Fjórða stigs fellibyljir eru ekki algengir í Bandaríkjunum. Samkvæmt umfjöllun The Weather Channel voru síðustu slíku fellibyljir Harvey og Irma á síðasta ári en síðan þarf að fara meira en áratug aftur í tímann til að finna dæmi um að svo öflugir stormar hafi gengið á land. Veðurfræðingur The Weather Channel sagði það afar merkilegt við Michael að stormurinn hafi í raun aldrei veikst frá því kerfið myndaðist. Hann hafi raunar náð hápunkti sínum einmitt þegar hann gekk á land. Flestir fellibyljir á Mexíkóflóa nái hápunkti sínum hins vegar yfir flóanum. Helsta hættan sem fylgdi fellibylnum Florence, sem gekk á land í Norður-Karólínu í september, stafaði af mikilli úrkomu. Hins vegar eru mestar áhyggjur af miklum vindhraða Michaels og sérstaklega þeim sjávarflóðum sem stormurinn veldur. Samkvæmt bandarískum spám stefndi í gær í að slík flóð gætu náð rúmlega fjögurra metra dýpi, til að mynda við bækistöðvar flughersins í Tyndall. Bandaríska fellibyljamiðstöðin (NHC) spáir því að næst muni Michael halda áfram í norðaustur yfir Georgíu og Karólínuríkin sem hitabeltisstormur. Þaðan mun stormurinn síðan sveigja út á Atlantshaf í átt að Bretlandseyjum.
Bandaríkin Panama Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14
Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45
Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18