Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.
2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned
— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018
Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.
Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi.