Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 13:53 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða. WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða.
WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira