Sérfræðingur BBC eys lofi yfir Gylfa: „Einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið um síðustu helgi. vísir/getty Pat Nevin, fyrrverandi leikmaður Everton og einn helsti leikgreinandi BBC þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni, er gríðarlegur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar og vonast til að hann haldi áfram að fá það besta út úr samherjum sínum.Í viðtali á heimasíðu Everton sem fjallar alfarið um Gylfa segir Nevin íslenska landsliðsmanninn hafa skemmtilega blöndu af einstökum hæfileikum auk þess sem að hann hættir aldrei að vinna fyrir liðið og hefur ofan á allt saman mikla fótboltagreind. Gylfi hefur farið vel af stað með Everton-liðinu á nýju tímabili. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark um helgina í 3-1 tapi gegn West Ham og er á meðal efstu manna ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að sköpuðum færum.Gylfi Þór vinnur mikið fyrir liðið.vísir/gettySér það sem aðrir sjá ekki „Mér finnst Gylfi ótrúlega einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum,“ segir Nevin. „Sýn hans á vellinum er mögnuð. Þegar útsjónarsamir leikmenn eins og ég var horfa á leiki þá sjá þeir sendingarnar sem menn þurfa að senda.“ „Maður sér stundum leikmenn sem sjá einhverja af þessum sendingamöguleikum en síðan eru leikmenn eins og Gylfi. Ef það er möguleiki á sendingu þá gefur Gylfi boltann. Sendingar hans eru aldrei of stuttar, þær eru alltaf fullkomnar. Hann hefur mikla náðargáfu fyrir árvekni á vellinum.“ Everton hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í undanförnum gluggum og fengin til sín öfluga sóknarmenn eins og Richarlison, Theo Walcott, Bernard og Cenk Tosun. Það ætti bara að gera Gylfa betri að vera með svona menn í kringum sig að mati Nevin.Gylfi Þór sér alla, alltaf.vísir/gettyRétt hlaup skila mörkum „Þetta er draumastaða fyrir Gylfa. Það er bara frábært fyrir hann að vera með menn eins og Richarlison, Walcott og Bernard með sér. Ef hann er með svona hraða með sér geta gæði Gylfa skinið í gegn,“ segir Nevin. „Það sem Gylfi þarf á að halda eru sóknarmenn sem taka skynsamleg og klár hlaup því Gylfi mun finna menn. Ég er líka á því að Cenk Tosun mun fara að skora ef hann heldur áfram að taka sín hlaup,“ segir Nevin sem er vitaskuld hrifinn af spyrnugetu Gylfa. „Spyrnur hans í föstum leikatriðum eru engu líkar. AUkaspyrnurnar þekkja allir og svo getur hann komið í seinni bylgjunni inn á teiginn og skorað mörk. Gylfi er bara einstakur leikmaður,“ segir Pat Nevin. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45 Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30 Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22 Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00 Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30 Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Pat Nevin, fyrrverandi leikmaður Everton og einn helsti leikgreinandi BBC þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni, er gríðarlegur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar og vonast til að hann haldi áfram að fá það besta út úr samherjum sínum.Í viðtali á heimasíðu Everton sem fjallar alfarið um Gylfa segir Nevin íslenska landsliðsmanninn hafa skemmtilega blöndu af einstökum hæfileikum auk þess sem að hann hættir aldrei að vinna fyrir liðið og hefur ofan á allt saman mikla fótboltagreind. Gylfi hefur farið vel af stað með Everton-liðinu á nýju tímabili. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark um helgina í 3-1 tapi gegn West Ham og er á meðal efstu manna ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að sköpuðum færum.Gylfi Þór vinnur mikið fyrir liðið.vísir/gettySér það sem aðrir sjá ekki „Mér finnst Gylfi ótrúlega einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum,“ segir Nevin. „Sýn hans á vellinum er mögnuð. Þegar útsjónarsamir leikmenn eins og ég var horfa á leiki þá sjá þeir sendingarnar sem menn þurfa að senda.“ „Maður sér stundum leikmenn sem sjá einhverja af þessum sendingamöguleikum en síðan eru leikmenn eins og Gylfi. Ef það er möguleiki á sendingu þá gefur Gylfi boltann. Sendingar hans eru aldrei of stuttar, þær eru alltaf fullkomnar. Hann hefur mikla náðargáfu fyrir árvekni á vellinum.“ Everton hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í undanförnum gluggum og fengin til sín öfluga sóknarmenn eins og Richarlison, Theo Walcott, Bernard og Cenk Tosun. Það ætti bara að gera Gylfa betri að vera með svona menn í kringum sig að mati Nevin.Gylfi Þór sér alla, alltaf.vísir/gettyRétt hlaup skila mörkum „Þetta er draumastaða fyrir Gylfa. Það er bara frábært fyrir hann að vera með menn eins og Richarlison, Walcott og Bernard með sér. Ef hann er með svona hraða með sér geta gæði Gylfa skinið í gegn,“ segir Nevin. „Það sem Gylfi þarf á að halda eru sóknarmenn sem taka skynsamleg og klár hlaup því Gylfi mun finna menn. Ég er líka á því að Cenk Tosun mun fara að skora ef hann heldur áfram að taka sín hlaup,“ segir Nevin sem er vitaskuld hrifinn af spyrnugetu Gylfa. „Spyrnur hans í föstum leikatriðum eru engu líkar. AUkaspyrnurnar þekkja allir og svo getur hann komið í seinni bylgjunni inn á teiginn og skorað mörk. Gylfi er bara einstakur leikmaður,“ segir Pat Nevin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45 Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30 Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22 Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00 Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30 Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45
Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30
Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22
Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00
Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30
Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00