Enski boltinn

Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar gætu misst stig ef illa fer.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar gætu misst stig ef illa fer. Vísir/Getty

Enska úrvalsdeildin er búin að skipa sjálfstætt rannsóknarteymi sem á að komast að því hvort að Everton fór ólöglega að því að ráða Marco Silva til starfa sem knattspyrnustjóra félagsins. Sky Sports greinir frá.

Spánverjinn kom frá Watford í sumar en Everton er sakað um að hafa rætt ólöglega við Silva á bak við forráðamenn Watford. Verði Everton fundið saknæmt í málinu gæti það fengið risastóra sekt eða mögulega verða stig dregin af liðinu í deildinni.

Lögmennirnir sem að enska úrvalsdeildin réð til starfa til að rannsaka málið í síðustu viku eru með heimild til að krefja alla aðila um tölvupósta, smáskilaboð og símtalaskrár.

Marco Silva kom frá Watford en var maðkur í mysunni? vísir/getty

Áður hefur verið greint frá því að enska úrvalsdeildin er búin að reyna að finna sátt í málinu á tveimur fundum á milli félagana en ekkert hefur gengið í því. Þess vegna var rannsóknarteymið sett á laggirnar.

Búist var við því að Everton og Watford myndu ná einhverskonar samkomulagi þegar að Everton keypti Richarlison fyrir 40 milljónir punda í júlí en ekkert samkomulag náðist á milli Farhad Moshiri, eiganda Everton, og forsvarsmanna Watford.

Talið er að Watford hafi engan áhuga á því að fá einhverjar bætur í formi greiðslna frá Everton. Það vill miklu frekar að Everton verði refsað fyrir framgöngu sína.

Everton-menn telja sig ekki hafa gert neitt rangt og fyrir utan það að hafa boðið Watford greiðslu snemma í ferlinum halda þeir fram sakleysi sínu í ráðningunni á Marco Silva.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.