Lögreglumenn treysta sér ekki til að rannsaka haturs- og tölvuglæpi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. september 2018 14:35 Vísir/Vilhelm 78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár. Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár.
Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira