Mette-Marit með krónískan lungnasjúkdóm: „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu“ Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2018 08:38 Mette-Marit á Mortensrud-hátíðinni í síðasta mánuði Getty/Nigel Waldron Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans. Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans.
Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira