Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:39 Í fyrstu virtist Trump forseti ætla að milda tón sinn í garð fjölmiðla eftir að bréfsprengjur voru sendar andstæðingum hans. Hann var hins vegar fljótt kominn við sama heygarðshornið aftur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34
Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59
Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00