Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 10:34 George Soros er vondi kallinn í augum margra hægriöfgamanna. Vísir/Getty Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn. Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn.
Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33