Fótbolti

Neymar gæti fengið sex ára fangelsisdóm

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar er í vandræðum
Neymar er í vandræðum Vísir/Getty
Neymar gæti verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir svik við félagsskipti hans til Barcelona fyrir fimm árum síðan.

Samkvæmt frétt ESPN sóttist saksóknari á Spáni eftir tveggja ára dómi vegna ósamræmis í samningum en dómsyfirvöld á Spáni sögðu í gær að Neymar fengi fjögurra til sex ára dóm ef hann verður fundinn sekur.

Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir Neymar því venjan á Spáni er sú að tveggja ára dómur fyrir fyrsta brot sé skilorðsbundinn og hann þyrfti því ekki að sitja í fangaklefa.

Brasilíska stórstjarnan var ákærð af brasilískum fjárfestum sem segjast hafa fengið minna fé en þeir áttu rétt á við félagsskiptin árið 2013 þar sem Neymar og hans umboðsmenn gáfu ekki upp rétt kaupverð.

Foreldrar Neymar, forseti Barcelona, fyrrum forseti Barcelona, félagið Barcelona og brasilíska félagið Santos fengu öll ákærur vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×