Liðsfélagi Gylfa: Tryggði Everton þrjú stig um síðustu helgi en má ekki spila í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar Oumar Niasse í leiknum um síðustu helgi. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar spila í Evrópudeildinni í kvöld en bjargvætturinn frá síðustu helgi fær þó ekki að fara í búning. Everton tapaði 3-0 á móti Atalanta á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur Apollon Limassol í heimsókn á Goodison Park. Það stefndi í fjórða deildartapið í röð um síðustu helgi þegar Everton var 1-0 undir á móti Bournemouth þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ronaldo Koeman ákvað þá að senda Oumar Niasse inn á sem varmann og það borgaði sig heldur betur. Oumar Niasse skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Everton langþráðan sigur. Senegalski landsliðsmaðurinn má hinsvegar ekki spila á móti Apollon í kvöld og það er algjörlega Ronald Koeman sjálfum að kenna. BBC segir frá. Koeman valdi hann nefnilega ekki í Evrópudeildarhópinn sinn og mun Oumar Niasse því ekki getað spilað Evrópuleiki liðsins í vetur. „Við urðum að taka þessa ákvörðun fyrir löngu síðan. Þegar þessi ákvörðun var tekin var staðan allt önnur en núna,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ronald Koeman er líka án fleiri lykilmanna í þessum leik því varnarmennirnir öflugu Phil Jagielka og Michael Keane eru báðir meiddir og á meiðslalistanum eru ennþá miðjumaðurinn Ross Barkley (tognun aftan í læri), varnarmennirnir Ramiro Funes Mori (hné) og Seamus Coleman (fótbrot) og svo framherjinn Yannick Bolasie (hné).Oumar Niasse kom úr frystikistunni um síðustu helgi.Vísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar spila í Evrópudeildinni í kvöld en bjargvætturinn frá síðustu helgi fær þó ekki að fara í búning. Everton tapaði 3-0 á móti Atalanta á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur Apollon Limassol í heimsókn á Goodison Park. Það stefndi í fjórða deildartapið í röð um síðustu helgi þegar Everton var 1-0 undir á móti Bournemouth þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ronaldo Koeman ákvað þá að senda Oumar Niasse inn á sem varmann og það borgaði sig heldur betur. Oumar Niasse skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Everton langþráðan sigur. Senegalski landsliðsmaðurinn má hinsvegar ekki spila á móti Apollon í kvöld og það er algjörlega Ronald Koeman sjálfum að kenna. BBC segir frá. Koeman valdi hann nefnilega ekki í Evrópudeildarhópinn sinn og mun Oumar Niasse því ekki getað spilað Evrópuleiki liðsins í vetur. „Við urðum að taka þessa ákvörðun fyrir löngu síðan. Þegar þessi ákvörðun var tekin var staðan allt önnur en núna,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ronald Koeman er líka án fleiri lykilmanna í þessum leik því varnarmennirnir öflugu Phil Jagielka og Michael Keane eru báðir meiddir og á meiðslalistanum eru ennþá miðjumaðurinn Ross Barkley (tognun aftan í læri), varnarmennirnir Ramiro Funes Mori (hné) og Seamus Coleman (fótbrot) og svo framherjinn Yannick Bolasie (hné).Oumar Niasse kom úr frystikistunni um síðustu helgi.Vísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira