Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 23:57 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“