Upplifði helvíti í Napoli: Bendlaður við mafíu og barnaníð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Quagliarella fagnar nýverið marki í leik með Sampdoria. Vísir/Getty Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn