Heimir valdi Suárez og Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 22:30 Heimir á landsliðsæfingu í Kína í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid Fótbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid
Fótbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira