Kóralrifið mikla í bráðri hættu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 23:04 Heilbrigðir kórallar eru litskrúðugir enda þaktir þörungagróðri. vísir/getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr. Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr.
Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01
Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00