Erlent

Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikilvægir þörungar yfirgefa kórallinn sem veldur því að hann aflitast.
Mikilvægir þörungar yfirgefa kórallinn sem veldur því að hann aflitast. Vísir/EPA
Hækkandi hitastig sjávar sökum loftlagsbreytinga veldur því að kórallar í Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu hafa aldrei eyðst jafn hratt og á árinu 2016. BBC greinir frá.

Rannsóknir benda til þess að ríflega 67 prósent kóralla í norðanverðu Kóralrifinu hafi dáið vegna aflitunar en ástandið er skárra í miðju Kóralrifinu þar sem einungis um 6 prósent kóralla hafa eyðst. Vísindamenn vara við því að erfitt verði að snúa ástandinu til betri vegar.

Í febrúar, mars og apríl á þessu ári var hitastig sjávar í methæðum og var það einni gráðu yfir meðalhita á þessum árstíma. Í svo heitum sjó yfirgefa mikilvægir þörungar kórallinn sem veldur því að hann aflitast og deyr.

Áströlsk yfirvöld hafa búið til langtíma viðbragðsáætlun við vandanum og heitið því að verja fjármunum til frekari rannsókna á aflitun kóralrifja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×