Kóralrifið mikla í bráðri hættu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 23:04 Heilbrigðir kórallar eru litskrúðugir enda þaktir þörungagróðri. vísir/getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr. Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr.
Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01
Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent