Kóralrifið mikla í bráðri hættu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 23:04 Heilbrigðir kórallar eru litskrúðugir enda þaktir þörungagróðri. vísir/getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr. Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr.
Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01
Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00