Kóralrifið mikla í bráðri hættu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 23:04 Heilbrigðir kórallar eru litskrúðugir enda þaktir þörungagróðri. vísir/getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr. Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Kóralrifinu mikla hafa leitt í ljós að tveir þriðju hlutar þess hafi aflitast vegna skorts á þörungagróðri. Aldrei hefur svo stór hluti rifsins orðið aflitun að bráð. Rannsóknin var gerð af The Australian Research Council’s Centre of Excellence for Coral Reef Studies. Kórallar eru að jafnaði þaktir þörungagróðri sem er helsta uppistaða fæðu þeirra. Þörungarnir ljá þeim jafnframt litfagurt yfirbragð. Á undanförnum árum hefur þörungagróður í Kóralrifinu mikla, undan ströndum Ástralíu, minnkað til muna með þeim afleiðingum að stór hluti kórallanna er hvítur og berskjaldaður. Kórallar sem lausir eru við þörungagróður eru útsettari fyrir sjúkdómum en aðrir og því hættara við að þeir drepist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fordæmalausar telja vísindamenn að útlitið sé svart. Aldrei hafa jafnmargir kórallar dáið á einu ári og í fyrra og ljóst er að þróunin er síst af öllu að færast til betri vegar. Kóralrifið mikla er austan af ströndum Ástralíu.vísir/creativecommonsAð sögn talsmanna rannsóknarsetursins hefur ástandið versnað hvað mest í miðhluta Kóralrifsins mikla. Aflitun kórallanna má rekja til hlýnunar á yfirborði sjávar. Mengun getur einnig átt þátt í því að þörungagróður á kóröllum minnkar. Terry Hughes, prófessor í sjávarlíffræði, leiddi rannsóknina á Kóralrifinu mikla. Hann fullyrti í samtali við The Guardian að aflitaðir kórallar þyrftu að minnsta kosti tíu ár til þess að jafna sig að fullu. Á síðasta ári aflitaðist stór hluti af grunnvatnskóröllum rifsins sem leiddi til þess að ríflega tveir þriðju af þeim drapst. Árið 2005 drapst helmingur kóralrifja Karíbahafsins vegna meiriháttar aflitunar.Loftmynd af Kóralrifinu mikla.vísir/gettyKóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er samsett úr 2900 smærri rifjum og spannar alls rúmlega 344 þúsund ferkílómetra. Kóralrifið mikla komst á heimsminjaskrá UNESCO 1981. Þegar David Attenborough heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 bað forsetinn Attenborough um að lýsa stórbrotnasta augnabliki sem hann hefði upplifað á áratugalöngum ferðalögum sínum. Attenborough lýsti því þá þegar hann yfirborðskafaði í Kóralrifinu mikla fyrir tæpum sextíu árum fyrr.
Tengdar fréttir Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01 Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3. febrúar 2005 00:01
Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt. 25. september 2013 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent